Leikur Vestra og FH í Bestu deild karla fer ekki fram í dag eins lagt var upp með en honum hefur verið frestað til morgun vegna veðuraðstæðna á Ísafirði.
KSÍ setti leikinn klukkan 14:00 í dag en FH-ingar greindu frá því að honum yrði að minnsta kosti frestað til 15:00 vegna þoku fyrir vestan.
FH-ingar héldu áfram að uppfæra stöðuna á samfélagsmiðlum. Greint var frá frestun í tvígang áður en það greindi frá því að leikurinn færi ekki fram fyrr en á morgun.
Samkvæmt KSÍ er nýr leiktími klukkan 16:00 á Kerecis-vellinum á morgun.
Vestri er í næst neðsta sæti deildarinnar og enn í leit að fyrsta sigrinum á heimavelli sínum en FH er í 4. sæti og í harðri baráttu um Evrópusæti.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir