Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðræður Juventus og Nice á lokastigi
Mynd: EPA

Viðræður milli Juventus og Nice vegna Jean-Clair Todibo eru á góðri leið en miðvörðurinn er að öllum líkindum á leið til Juventus.


Juventus vill fá leikmanninn á láni til að byrja með en mun síðan festa kaup á honum næsta sumar.

Nice vill fá prósentu af næstu sölu en Barcelona mun fá 20% af sölunni til Juventus en þessi 24 ára gamli varnarmaður var á mála hjá Barcelona frá 2019-2021 áður en hann gekk til liðs við Nice.

Varnarmaðurinn Dean Huijsen er á leið til Bournemouth frá Juventus sem mun hjálpa ítalska félaginu að fjármagna kaupin á Todibo.


Athugasemdir
banner