Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. september 2020 12:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: ÍA 
Arnar Már og ÍA biðjast afsökunar á framkomu Arnars á Twitter
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudag var greint frá því að ÍA hefði verið sektað um fimmtíu þúsund krónur vegna ummæla Arnars Más Guðjónssonar um Guðmund Ársæl Guðmundsson, dómara leiks ÍA og Vals sem fram fór fyrr í þessum mánuði.

Sjá einnig:
ÍA sektað vegna ummæla Arnars um Guðmund Ársæl
Leikmaður ÍA hraunar yfir dómara leiksins: Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson

Málið og úrskurðurinn var ræddur í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær og því velt upp hvort beðist hefði verið afsökunar á ummælunum.

Á heimasíðu ÍA, kfia.is, er kominn inn færsla þar sem kemur fram að bæði Arnar og ÍA biðjast afsökunar á framkomunni.

Af kfia.is:
Knattspyrnufélagi ÍA hefur borist úrskurður aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dagsett 22. september sl. Málið varðar ósæmilega framkomu í formi ummæla sem leikmaður ÍA viðhafði á twitter síðu sinni þann 17. september 2020 í tengslum við leik ÍA og Val í Pepsi Max deild karla þann sama dag. Þar sem í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ koma ekki fram mikilvæg sjónarmið Knattspyrnufélags ÍA sem félagið sendi til nefnarinnar í greinargerð þá vill félagið árétta eftirfarandi:

Leikmaðurinn sá að sér og eyddi twitter færslu sem um ræðir strax sama kvöld og hún var birt. Knattspyrnufélag ÍA og sá leikmaður sem um ræðir biðjast afsökunar á þeirri framkomu sem um ræðir. Hún var á engan hátt í samræmi við gildi Knattspyrnufélags ÍA og harmar félagið þá neikvæðu umfjöllun sem málið hefur haft í för með sér.

Einnig vill Knattspyrnufélag ÍA upplýsa að leikmaðurinn sem um ræðir er samningsbundinn félaginu en hefur ekki geta leikið eftir alvarleg meiðsli sem hann hlaut á síðasta keppnistímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner