Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. september 2020 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Aron Jó með tvennu - Sex mörk í sex leikjum
Aron Jó er funheitur.
Aron Jó er funheitur.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson er funheitur fyrir framan mark andstæðinganna með liði sínu Hammarby.

Í dag skoraði hann tvö mörk í 1-3 útisigri á Falkenbergs. Aron hefur því skorað sex mörk í síðustu sex leikjum og er alls með átta mörk í deildinni. Fyrra mark Arons kom á 66. mínútu og það seinna úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fyrra markið má sjá hér neðst í fréttinni.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem vann 3-0 sigur á Häcken. Arnór lék fyrstu 87 mínútur leiksins. Óskar Tor Sverrisson lék þá allan leikinn með Häcken, hans fyrsti leikur síðan 25. júní.

Klukkan 15:30 hefst leikur Djurgarden og Norrköping og er Ísak Bergmann Jóhannesson á sínum stað í liði Norrköping.

Malmö er í efsta sæti deildarinnar og Hammarby er í 7. sæti. Norrköping getur komist í 2. sætið með sigri.

Malmö 3 - 0 Häcken

Falkenbergs 1 - 3 Hammarby


Athugasemdir
banner
banner
banner