Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 27. september 2021 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Dagur tryggði sigurinn - Adam varamarkvörður hjá Gautaborg
AGF fékk Sonderyjske í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson voru í byrjunarliði AGF en Kristófer Ingi Kristinsson byrjaði á varamannabekknum hjá Sonderjyske.

Jón Dagur skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu. Hann fagnaði markinu eins og hann væri að stinga sér til sunds. Hann fékk nefnilega spjald í síðasta leik fyrir dýfu og hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það.

Hann fékk að líta gula spjaldið á 72. mínútu og missir því af næsta leik AGF. Mikael var skipt af velli á 65. mínútu og Kristófer kom inná 73. mínútu.

Í Svíþjóð tapaði Gautaborg 2-0 gegn Kalmar. Hinn 18 ára gamli Adam Benediktsson var varamarkvörður Gautaborgar í kvöld.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn í 3-0 tapi Orlando Pride gegn Reign í Bandarísku deildinni í nótt.
Athugasemdir
banner