Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Maignan með bestu tölfræðina í Evrópu
Mike Maignan
Mike Maignan
Mynd: EPA
Franski markvörðurinn Mike Maignan er með bestu tölfræðina í Evrópu af öllum markvörðum samkvæmt Canal Football Club-þættinum á Canal+.

Maignan varð franskur meistari með Lille á síðustu leiktíð og var síðan keyptur til Milan í sumar.

Hann hefur byrjað vel með ítalska liðinu og aðeins fengið á sig þrjú mörk í deildinni.

Þeir í þættinum hjá Canal Football Club fóru yfir tölfræði hans og sýndi hún að hann hefur aðeins fengið á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik frá byrjun síðasta tímabils.

Hann er þá með 80 prósent vörslu og er XG tölfræðin hans 8,16 þegar það kemur að því að koma í veg fyrir mörk.

Enginn markvörður í Evrópu er með betri tölfræði en Maignan sem virðist ætla að gera sterkt tilkall til að verða aðalmarkvörður franska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner