Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. september 2022 19:48
Brynjar Ingi Erluson
„Klaufalegt af Aroni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, sparkspekingur á Viaplay, segir rauða spjaldið sem Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, ansi klaufalegt en þetta var rætt í hálfleik.

Lestu um leikinn: Albanía 1 -  1 Ísland

Aron missti Myrto Uzuni, leikmann Albaníu, inn fyrir sig og virtist toga aðeins í hann, en dómari leiksins dæmdi ekkert.

Þrjátíu sekúndum síðar var honum skipað að fara að VAR-skjánum og fékk Aron rautt fyrir atvikið. Kári segir að þetta hafi verið klaufalegt hjá Aroni.

„Já svo sannarlega. Maður þarf að sjá þetta rauða spjald oftar til þess átta sig á því. Það er ekki mikið í þessu en þetta er frekar klaufalegt engu að síður. Þetta er brekka eftir það."

„Þetta er voða erfitt en klókt hjá framherjanum. Klaufalegt af Aroni að fara ekki í að taka boltann og manninn í raun og reyna að skalla þetta eins langt og hann getur í burtu. Ég held að hann reyni með meira skoppi í vellinum og fari í raun alla leið til markmanns,"
sagði Kári á Viaplay.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Aron Einar rekinn af velli - Grimmur dómur?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner