Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Langflestir bauluðu á búlgarska þjóðsönginn
Mynd: EPA

Búlgaría heimsótti nágranna sína til Norður-Makedóníu í C-deild Þjóðadeildarinnar í gær og úr varð blóðugur bardagi þar sem dómarinn þurfti að dæma yfir 30 aukaspyrnur og dæla gulum spjöldum í allar áttir.


Það ríkir mikill rígur á milli Norður-Makedóníu og Búlgaríu þar sem Búlgarar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins og telja það tilheyra sér. Stór hluti Búlgara telur að Norður-Makedónía ætti að vera opinberlega partur af Búlgaríu og þá segja þeir að tungumál Makedóna sé í raun mállýska sem kemur frá búlgörsku.

Þetta eru Makedónar ekki sáttir með. Þeir vilja langflestir halda sínu sjálfstæði þrátt fyrir að vera ekki viðurkenndir sem þjóð af Búlgörum eins og staðan er í dag. Áhorfendur í Makedóníu nýttu því tækifærið þegar nágrannarnir kíktu í heimsókn til að hrauna yfir þá.

Það heyrðist vel í því þegar búlgarski þjóðsöngurinn fór í gang og nánast allur leikvangurinn tók að baula í mótmælaskyni.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner