Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. september 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningur Birkis að renna út - Verður hann áfram hjá Val?
Birkir var kallaður inn í U21 hópinn á laugardag.
Birkir var kallaður inn í U21 hópinn á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson er leikmaður Valso og U21 landsliðsins. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 í Tékklandi í gær.

Í dag fer fram úrslitaleikur um sæti á lokamóti EM. Ísland er einu marki undir í einvíginu gegn Tékkum og verður leikurinn framlengdur ef Ísland er einu marki yfir þegar venjulegum leiktíma er lokið.

Birkir hefur verið inn og út úr Valsliðinu í sumar. „Það hefur verið upp og niður, árangurinn hjá liðinu kannski ekki eins og menn voru að búast við. Við þurfum bara að halda áfram, það eru fimm leikir eftir og við klárum þetta bara almennilega."

„Ég held maður sé aldrei sáttur að vera bekknum, væri til í að vera búinn að byrja alla leikina en svona er þetta og maður verður bara að halda áfram."


Samningur Birkis rennur út eftir tímabilið. Eru önnur félög búin að hafa samband við hann?

„Það er eitthvað búið að vera í gangi en ég ætla bara að bíða rólegur og sjá til eftir tímabil."

„Ég held það þurfi bara að koma í ljós,"
sagði Birkir aðspurður hvort hann væri bæði að horfa erlendis og innan Íslands eftir mögulegum samningi. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Skildi val Davíðs Snorra - „Ánægður að fá símtalið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner