Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   mið 27. september 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex meiddir hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í gær að sex leikmenn í leikmannahópi Arsenal myndu ekki spila gegn Brentford í deildabikarnum í kvöld vegna meiðsla.

Declan Rice og Bukayo Saka fóru af velli gegn Tottenham á sunnudag. Rice glímir við bakmeiðsli og mun að öllum líkindum missa af leiknum gegn Bournemouth um helgina. Saka haltraði eftir leikinn gegn Tottenham og er tæpur fyrir leikinn gegn Bournemouth.

Leandro Troessard er á batavegi og gæti spilað gegn Bournemouth. Gabriel Martinelli hefur misst af síðustu leikjum, hann er að nálgast endurkomu en verður ekki með í kvöld.

Þá eru Thomas Partey og Jurrien Timber frá í lengri tíma.

Leikurinn gegn Brentford hefst klukkan 18:45 í kvöld og fer fram á heimavelli Brentford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner