Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   mið 27. september 2023 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Newcastle sló Man City úr leik
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak fagnar marki sínu í kvöld
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 0 Manchester City
1-0 Alexander Isak ('53 )

Englands, bikar og Evrópumeistarar Manchester City eru úr leik í enska deildabikarnum eftir að hafa tapað fyrir Newcastle United, 1-0, á St. James' Park í kvöld.

Man City var með öll völd í byrjun leiks og fékk Julian Alvarez tvö frábær færi til að koma gestunum í forystu. Nick Pope varði frá honum í fyrra skiptið, en í síðara skaut Alvarez framhjá úr góðu færi.

Jacob Murphy fékk langbesta færi Newcastle í fyrri hálfleiknum en Stefan Ortega varði vel gegn honum í einn á einn stöðu.

Eina mark leiksins gerði Isak í síðari hálfleiknum. Joelinton átti heiðurinn að markinu, en hann keyrði framhjá tveimur varnarmönnum áður en hann lagði boltann á fjærstöngina þar sem Isak lúrði og skilaði í netið.

Newcastle var sterkar fyrri hluta síðari hálfleiksins og gat bætt við mörkum, en þegar lítið var eftir komu gestirnir aftur inn í þetta og voru nálægt því að jafna er Jeremy Doku lagði boltann á Rico Lewis sem þrumaði að marki, en boltinn rétt framhjá.

Lokatölur 1-0 fyrir Newcastle sem er komið í 16-liða úrslit en Man City úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner