Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 27. september 2023 09:50
Elvar Geir Magnússon
Osimhen eyddi út myndum af sér í Napoli treyjunni
Victor Osimhen sóknarmaður Napoli hefur eytt nánast öllum Napoli myndum af sér af Instagram síðu sinni.

Sóknarmaðurinn hefur hótað Napoli að fara í mál gegn félagi sínu en samband hans og félagsins hefur hríðversnað undanfarnar vikur.

Osimhen var markahæsti leikmaður Napoli er liðið vann ítölsku deildina á síðasta tímabili, en þetta var fyrsti deildartitill Napoli í 33 ár.

Roberto Calenda umboðsmaður Osimhen lætur Napoli heyra það fyrir að hafa gert grín að vítaklúðri skjólstæðings síns á TikTok. Nokkrum dögum áður hafði félagið birt myndband þar sem Osimhen er líkt við kókoshnetu.

   26.09.2023 23:38
Napoli gerði grín að Osimhen á TikTok og íhugar hann nú að fara í mál - „Þetta er galið“


Osimhen gagnrýndi þjálfarann Rudi Garcia fyrir að hafa tekið sig af velli í lok 0-0 leiks gegn Bologna. Leikmaðurinn baðst afsökunar á hegðun sinni.

Í sumar var Osimhen í viðræðum við Napoli um nýjan samning en þær skiluðu engu. Samningur hans rennur út sumarið 2025 og óvíst hvort viðræður muni fara aftur af stað um framlengingu.

Þrátt fyrir allt þetta er búist við því að Osimhen verði í byrjunarliði Napoli gegn Udinese í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner