Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 20:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konate og Wirtz áttu erfitt uppdráttar - Guehi stórkostlegur
Mynd: EPA
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik í deildinni á tímabilinu í dag gegn Crystal Palace en Eddie Nketiah skoraði sigurmarkið í blálokin.

Hann kom inn á sem varamaður og fær átta í einkunn frá Sky Sports. Marc Guehi var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool í sumar en hann var valinn maður leiksins og fær níu í einkunn.

Alisson var mjög upptekinn sérstaklega í fyrri hálfleik og kom í veg fyrir að 1-0 forysta Palace var meiri þegar flautað var til hálfleiks. Hann fær átta í einkunn. Florian Wirtz og Ibrahima Konate hafa ekki fundið sig í upphafi tímabilsins og þeir voru slökustu menn vallarins og fá fimm.

Crystal Palace: Henderson (8), Richards (7), Lacroix (8), Guehi (9), Munoz (7), Mitchell (8), Wharton (8), Kamada (7), Pino (7), Sarr (8), Mateta (7)
Varamenn: Hughes (7), Lerma (7), Nketiah (8).

Liverpool: Alisson (8), Bradley (6), Konate (5), Van Dijk (6), Kerkez (6), Gravenberch (7), Mac Allister (6), Salah (6), Szoboszlai (7), Wirtz (5), Isak (6).
Varamenn: Gakpo (7), Jones (6), Chiesa (7), Frimpong (6), Ngumoha (6)
Athugasemdir
banner