Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
banner
   lau 27. september 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Xhaka lagði upp sigurmark Sunderland
Mynd: Sunderland
Nott. Forest 0 - 1 Sunderland
0-1 Omar Alderete ('38 )

Ange Postecoglou leitar enn af sínum fyrsta sigri sem stjóri Nottingham Forest eftir tap gegn nýliðum Sunderland í kvöld. Postecoglou tók við af Nuno Espirito Santo og er án sigurs í fimm leikjum.

Þetta var fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Postecoglou en Sunderland komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Omar Alderete skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Granit Xhaka úr aukaspyrnu.

Sunderland byrjaði betur í seinni hálfleik en Forest vann sig inn í leikinn og var með góð völd á leiknum en tókst ekki að sigrast á Robin Roefs í marki Sunderland og sigur gestanna því staðreynd.

Frábær byrjun hjá nýliðunum á tímabilinu en eina tap liðsins til þessa kom í nýliðaslag gegn Burnley. Nottingham Forest hefur hins vegar ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð gegn Brentford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
3 Tottenham 6 3 2 1 10 3 +7 11
4 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
5 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
7 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
16 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
17 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 3 12 -9 1
Athugasemdir