Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   fim 25. september 2025 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Ég hef oft átt erfiða daga hér á Kópavogsvelli og erfitt lið að spila við. Frammistaðan virkilega góð og ég er ótrúlega stoltur af spilamennskunni og hvernig við nálguðumst þennan leik.“ Sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar eftir nokkuð óvæntan 2-1 sigur þeirra á liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld sem frestaði titilfögnuði Breiðabliks um sinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan var 1-0 undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik en stóð uppi sem 2-1 sem fyrr segir. Hvað var farið yfir í hálfleik?

„Bara að fínpússa hlutina. Við vorum ekkert ósátt við fyrri hálfleikin þó við værum 1-0 undir. Við gerum mistök þegar við erum að reyna að spila sem við vissum að við yrðum að gera því þú þarft að þora að halda í boltann gegn Blikum ef þú ætlar að fá eitthvað út úr þessu. Við sögðum samt ekkert stórkostlegt í hálfleik, við vildum stíga hærra á þær og vera sneggri út og bara halda áfram að spila fótbolta.“

Lið Stjörnunar hefur að litlu að keppa öðru en stolti nú eftir að deildinni hefur verið skipt. Finnst Jóhannesi þó liðið hafa eitthvað að berjast fyrir.

„Við sáum það bara í dag. Við mætum ekki á Kópavogsvöll og ætlum að horfa á Breiðablik taka við Íslandsmeistaratitli. Það er ekki boði og við mætum með karakter og vinnusemi og ég held að við höfum séð tvö fín fótboltalið berjast upp á lif og dauða í dag sem er nákvæmlega það sem þetta á að vera.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner