Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 18:21
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Víkings og Tindastóls: Úrslitastund á Laugardalsvelli
Kveðjuleikur Brynjars Kristmundssonar, þjálfara Víkinga, í kvöld.
Kveðjuleikur Brynjars Kristmundssonar, þjálfara Víkinga, í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á slaginu 19:15 hefst leikur Víkings Ólafsvíkur og Tindastóls í úrslitaleik Fótbolta.net bikarnum á Laugardalsvelli. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  0 Tindastóll

Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkinga, mun þjálfa sinn seinasta leik í bili fyrir Víking Ólafsvík. Hann gerir eina breytingu á liði sínu eftir sigurinn í vítaspyrnukeppninni gegn Gróttu í seinustu umferð í undanúrslitunum. Asmer Begic kemur úr liðinu fyrir Kwame Quee.

Konráð Freyr Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, gerir engar breytingar á Stólaliðinu eftir 3-1 sigur á Kormáki/Hvöt í undanúrslitunum.
Byrjunarlið Víkingur Ó.:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Gabriel Þór Þórðarson
5. Ivan Lopez Cristobal
7. Luke Williams
8. Kristófer Áki Hlinason
9. Hektor Bergmann Garðarsson
10. Ingvar Freyr Þorsteinsson (f)
21. Luis Alberto Diez Ocerin
22. Ingólfur Sigurðsson
23. Björn Henry Kristjánsson
77. Kwame Quee

Byrjunarlið Tindastóll:
25. Nikola Stoisavljevic (m)
4. Sverrir Hrafn Friðriksson (f)
5. Svend Emil Busk Friðriksson
7. David Bercedo
8. Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
9. Svetislav Milosevic
10. Manuel Ferriol Martínez
11. Kolbeinn Tumi Sveinsson
14. Jónas Aron Ólafsson
15. Davíð Leó Lund
21. Arnar Ólafsson
Athugasemdir
banner