
Það heyrist lítið af því hver sé að taka við sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins núna þegar mánuður er í næsta verkefni en landsliðsþjálfarinn segist vera búinn að velja.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var orðaður við starfið í síðasta þætti af Uppbótartímanum en hann sagði svo við Fótbolta.net að það væri eitthvað lítið til í því.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var orðaður við starfið í síðasta þætti af Uppbótartímanum en hann sagði svo við Fótbolta.net að það væri eitthvað lítið til í því.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að bæði Ásmundur Haraldsson, sem hafði verið aðstoðarþjálfari, og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari, hefðu viljað halda áfram en hann hefði talið það mikilvægt að fá ferskar raddir inn í teymið eftir vonbrigðin á EM.
„Ég hef ekki heyrt neitt. Ég er ekki mikið fyrir slúður nema maður heyri eitthvað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég hef ofboðslega lítið heyrt," sagði Magnús Haukur Harðarson sem er vel innvinklaður í kvennaboltanum í Uppbótartímanum.
Steini sagði svo við Morgunblaðið að hann væri búinn að finna sér aðstoðarmenn og það væri von á tilkynningu fljótlega.
„Þetta er allt klárt, ég er búinn að velja mér aðstoðarmenn. Það á bara eftir að kvitta undir held ég. Ég á von að það verði tilkynnt í byrjun næstu viku," sagði Þorsteinn.
„Ég valdi þann sem ég taldi bestan," sagði Steini jafnframt.
Athugasemdir