Nico O'Reilly, tvítugur leikmaður Man City, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.
O'Reilly spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í leiknum um Samfélagsskjöldinn í fyrra þegar liðið vann Man Utd eftir vítaspyrnukeppni.
O'Reilly spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í leiknum um Samfélagsskjöldinn í fyrra þegar liðið vann Man Utd eftir vítaspyrnukeppni.
Hann hefur komið við sögu í 27 leikjum og skorað fimm mörk.
„Þetta er dagur sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef verið hjá City frá því ég var átta ára og að hafa komist í aðalliðið og spilað leiki er draumur sem hefur orðið að veruleika. Það er sérstakt að vera verðlaunaður með nýjum samningi," sagði O'Reilly við undirskriftina.
„Ég og mamma mín erum mjög stolt. Hún hefur fórnað svo miklu til að koma mér þangað sem ég er í dag, ég er jafn ánægður fyrir hennar hönd og sjálfan mig. Þetta er barabyrjunin. Ég erkominn svo langt en vil halda áfram að berjast, bæta mig daglega og verða eins góður og ég get. Þetta er besti staðurinn fyrir fótboltamann að vera á."
Fixed it for you, @EASPORTSFC ?? pic.twitter.com/0dktCDnVuA
— Man City Esports (@mancityesports) September 26, 2025
Athugasemdir