Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   lau 27. september 2025 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bayern München fylgist með Magnúsi Daða og fær hann á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Daði Ottesen, leikmaður Fylkis, mun í nóvember fara á reynslu til þýska stórliðsins Bayern München. Með honum í för verður Ragnar Bragi Sveinsson sem er fyrirliði Fylkis.

Gamli þjálfari Ragnars Braga hjá Kaiserslautern, Florian Zahn, er yfirnjósnari Bayern og hann hefur verið að fylgjast með Magnúsi.

Magnús Daði mun æfa með unglingaliði félagsins og þeir fá líka að fylgjast með æfingum hjá Vincent Kompany sem stýrir aðalliði félagsins.

Magnús Daði er fæddur árið 2010 og varð í haust yngsti leikmaður í sögu Fylkis þegar hann kom inn á í Lengjudeildinni. Faðir hans er Sölvi Geir Otteen, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður og í dag þjálfari Víkings. Sölvi mun líka slást í förina til München.

Magnús Daði skoraði mark íslenska U16 landsliðsins gegn Finnum í gær, en það var hans þriðji unglingalandsleikur.
Athugasemdir