Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu tæklinguna sem Nik er mjög pirraður yfir: Lykilmaður frá út tímabilið
Kvenaboltinn
Sárkvalin eftir lendinguna og var borin af velli. Elín verður ekki meira með á tímabilinu.
Sárkvalin eftir lendinguna og var borin af velli. Elín verður ekki meira með á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Helena Karlsdóttir, lykilmaður í liði Breiðabliks, var borin af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gærkvöldi. Hún verður ekki meira með á þessu tímabili, en framundan eru fjórir deildarleikir og Evrópuleikir.

Elín Helena, sem fædd er 2002, hefur spilað alla leikina á tímabilinu og var með U23 landsliðinu í sumar. Blikar eru alls ekki kátir með tæklinguna sem varð til þess að Elín spilar ekki meira á tímabilinu. Tæklinguna má sjá hér neðst.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kom Elínu á óvart með tæklingu sinni og lenti Elín það harkalega að hún handleggsbrotnaði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net eftir tapið í gær.

„Við vorum örugglega í smá sjokki yfir því að missa Elínu svona út, það hafði örugglega áhrif á okkar spilamennsku. Þetta var einn af þessum dögum sem þú vilt bara ljúka af og bíða eftir morgundeginum."

„Þetta var hreint handleggsbrot, þetta var tilgangslaus og léleg tækling ef ég á að vera hreinskilinn. Ingibjörg ætlaði sér örugglega ekkert illt, en Elín gat ekki brugðist við og lenti hræðilega. Hún er frá út tímabilið."

„Þetta er ein af þessum sem er á mörkunum gult eða rautt. Gult er það sem þetta er, Ingibjörg ætlaði sér þetta ekki, en þetta var tilgangslaus tækling á þessum stað vallarins. Við komumst aldrei af stað eftir þetta,"
sagði Nik.

Með sigri hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistari. Liðið er með tíu stiga forskot á FH og Þrótt þegar tíu stig eru í pottinum og mætir einmitt Þrótti í næsta leik á þriðjudag. Með sigri í þeim leik verður Breiðblik meistari.


Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Athugasemdir
banner
banner