
Keflavík 4 - 0 HK
1-0 Stefan Alexander Ljubicic ('14 )
2-0 Eiður Orri Ragnarsson ('18 )
3-0 Frans Elvarsson ('43 )
4-0 Kári Sigfússon ('86 )
Lestu um leikinn
1-0 Stefan Alexander Ljubicic ('14 )
2-0 Eiður Orri Ragnarsson ('18 )
3-0 Frans Elvarsson ('43 )
4-0 Kári Sigfússon ('86 )
Lestu um leikinn
Keflavík tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri gegn HK í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins á Laugardalsvelli í dag.
Keflavík komst yfir eftir stundafjórðung þegar Stefan Ljubicic skoraði eftir sendingu frá Muhamed Alghoul. Stuttu síðar bætti Eiður Orri Ragnarsson við öðru markinu og aftur var Muhamed arkitektinn.
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur, gerði svo gott sem út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks, í sínum 500. leik, þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Muhamed, stoðsendingaþrenna hjá honum.
Magnús Arnar Pétursson komst í góða stöðu til að minnka muninn en Sindri Kristinn Ólafsson sló boltann aftur fyrir. HK náði ekki að ógna frekar en Kári Sigufússon innsiglaði sigur Keflavíkur þegar hann skoraði með góðu skoti inn á teignum undir lokin.
Keflavík komst í þennan úrslitaleik í fyrra en tapaði gegn Aftureldingu, liðið mætti reynslunni ríkari í dag og tryggði sér farseðilinn í Bestu deildina ásamt Þór.
Athugasemdir