Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
banner
   lau 27. september 2025 14:43
Anton Freyr Jónsson
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Andri Már Eggertsson eða betur þekktur sem Nablinn
Andri Már Eggertsson eða betur þekktur sem Nablinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framundan er úrslitaleikur milli HK og Keflavíkur um eitt laust sæti í Bestu deild karla árið 2026. Fótbolti.net hitti Andra Má Eggertsson stuðningsmann HK á Ölver fyrir leik. 

„Þetta er frábær dagur. DOC-Zoneið er búið að vera slá í gegn í dag og það er búið að vera mikið líf í dag. Þetta er frábær dagur fyrir svona leik, það er að rigna aðeins núna og það er bara fínt að bleyta völlinn og þetta verður bara frábær dagur." sagði Nabli við Fótbolta.net á Ölver.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

„Ég held að það sé ekkert til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hermann Hreiðarsson sem þjálfara þannig þetta verður fjör."

„Þetta fer alla leið í vítaspyrnukeppni og þar mun reynsla HK tikka inn þar sem þeir fóru með Vestra alla leið í vítaspyrnukeppni og því miður töpuðu því og í dag mun HK hafa sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppni."

HK hefur fjölmennt á Ölver og er mikil stemming byrjuð að myndast. Hversu miklu máli skiptir góður stuðningur inn á völlinn í dag.

„Þetta gefur alveg helling. Það er gaman að fá Kópavogsbúa til að safnast hér saman og þetta fær fólk á völlinn og Hermann Hreiðarsson á víst að koma hingað á eftir og þetta bara eflir liðið eins og stuðninsmennina."

Leikur HK og Keflavíkur hefst klukkan 16:15 og verður að sjálfsögðu i beinni textalysingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner