Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 27. september 2025 14:43
Anton Freyr Jónsson
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Andri Már Eggertsson eða betur þekktur sem Nablinn
Andri Már Eggertsson eða betur þekktur sem Nablinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framundan er úrslitaleikur milli HK og Keflavíkur um eitt laust sæti í Bestu deild karla árið 2026. Fótbolti.net hitti Andra Má Eggertsson stuðningsmann HK á Ölver fyrir leik. 

„Þetta er frábær dagur. DOC-Zoneið er búið að vera slá í gegn í dag og það er búið að vera mikið líf í dag. Þetta er frábær dagur fyrir svona leik, það er að rigna aðeins núna og það er bara fínt að bleyta völlinn og þetta verður bara frábær dagur." sagði Nabli við Fótbolta.net á Ölver.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 HK

„Ég held að það sé ekkert til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hermann Hreiðarsson sem þjálfara þannig þetta verður fjör."

„Þetta fer alla leið í vítaspyrnukeppni og þar mun reynsla HK tikka inn þar sem þeir fóru með Vestra alla leið í vítaspyrnukeppni og því miður töpuðu því og í dag mun HK hafa sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppni."

HK hefur fjölmennt á Ölver og er mikil stemming byrjuð að myndast. Hversu miklu máli skiptir góður stuðningur inn á völlinn í dag.

„Þetta gefur alveg helling. Það er gaman að fá Kópavogsbúa til að safnast hér saman og þetta fær fólk á völlinn og Hermann Hreiðarsson á víst að koma hingað á eftir og þetta bara eflir liðið eins og stuðninsmennina."

Leikur HK og Keflavíkur hefst klukkan 16:15 og verður að sjálfsögðu i beinni textalysingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner