Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
   fim 25. september 2025 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Valur skildu jöfn í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Fyrri hálfleikur leiksins var afar lítið fyrir augað en það voru þó gestirnir að Hlíðarenda sem gengu til búningsherbergja með 1-0 forystu. FH liðið var mun ákveðnara í síðari hálfleik og jafnaði sanngjarnt en tókst ekki að tryggja sér sigur þótt tækifærin hafi vissulega verið til staðar. Guðni Eiríksson annar af þjálfurum FH var til viðtals að leik loknum og var spurður. Var það slakur fyrri hálfleikur sem varð ykkur að falli í dag?

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Já ætli það ekki bara, stór hluti af þessu. Leikur tveggja hálfleikja hjá okkur svo sannarlega.Virkilega dapur fyrri hálfleikur og ýmsar ástæður fyrir því sem við náum svo að laga. FH liðið mætti til leiks í seinni hálfleik og það vantaði ekki færin sem við fengum en ef við nýtum þau ekki þá vinnum við ekki leik.“

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Vals reyndist framherjum FH erfiður ljár í þúfu en Guðni vildi þó meina að sínir leikmenn ættu einfaldlega að gera betur.

„Já hún gerði vel í markinu en í stöðunni ein gegn einni þá vill maður helst að leikmaðurinn með boltann skori. “

Athygli vakti að FH var aðeins með fimm varamenn á bekknum í kvöld. Hópurinn hjá liðinu hefur verið að þynnast að undanförnu líkt og lesa má úr fjölda varamanna.

„Þetta er bara það sem við höfum í dag og það er bara þannig. Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því. “

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner