Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
banner
   fös 26. september 2025 14:30
Enski boltinn
„Maður hefur aldrei séð Guardiola í þessum gír"
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
City hélt eiginlega ekkert í boltann gegn Arsenal.
City hélt eiginlega ekkert í boltann gegn Arsenal.
Mynd: EPA
„Þessi leikur var virkilega athyglisverður fyrir þær sakir að Pep Guardiola, þessi mikli fótboltahugsuður, mætti sínum gamla lærisveini og hann notaði hans brögð gegn honum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Enski boltinn hlaðvarpinu í vikunni þegar rætt var um dramatískt jafntefli Arsenal og Manchester City.

Lið Guardiola hafa verið þekkt fyrir það í gegnum tíðina að halda vel í boltann en þarna hélt City bara rúmlega 30 prósent í boltann á móti Arsenal. Mikel Arteta er stjóri Arsenal en hann hefur verið þekktur fyrir að spila skipulagðan varnarleik sem City gerði í þessum leik. Það var mjög athyglisvert að sjá Guardiola fara svolítið frá sínum gildum.

„Þetta var mjög áhugavert. Við sáum líka hversu langt Haaland droppaði. Hann var stundum bara mættur sem djúpur miðjumaður eða bara hafsent. Maður hefur aldrei séð Pep í þessum gír," sagði Kári Snorrason.

Í lokin var Guardiola ekki með neinn sóknarmann inn á vellinum.

„Donnarumma fær gult fyrir að tefja. Þetta var mjög sérkennilegt. Aftur á móti var þetta samt að virka heillengi. Arsenal var miklu meira með boltann en þeir voru ekki að gera mikið við hann," sagði Haraldur Örn Haraldsson.

En hvernig getum við lesið í þetta hjá Guardiola?

„Ég var að pæla í þessu. Hvert er hann kominn í sínum fótboltapælingum þegar hann er kominn þarna?" sagði Guðmundur.

„Hefur hann svona litla trú á liðinu sínu?" spurði Kári Snorrason.

„Ég er með tvær pælingar með þetta. Annað hvort er það að hann hefur ekki nægilega mikla trú á fótboltalegum gæðum liðsins. Eða þá að hann fór í einhvern svona egó bardaga við Arteta, að reyna að nota hans pælingar gagnvart honum," sagði Guðmundur.

„Ég held að það sé allan daginn seinni pælingin. Hann er með alvöru gæði í liðinu sínu," sagði Haraldur Örn.

„Mér fannst þetta fáránlega furðulegt því maður hefur aldrei séð Guardiola svona," sagði Guðmundur.
Enski boltinn - Hvað var maðurinn að hugsa?
Athugasemdir
banner
banner