Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   lau 27. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane stoltur af markametinu - „Ótrúlegt afrek"
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði sitt 100. mark fyrir Bayern í 4-0 sigri gegn Werder Bremen. Hann skoraði tvennu í leiknum.

Enginn hefur verið jafn fljótur að skora 100 mörk en hann gerði það í 104 leikjum fyrir Bayern. Hann bætti met Cristiano Ronaldo og Erling Haaland sem skoruðu 100 mörk í 104. leiknum fyrir Real Madrid og Man City.

Kane var meðvitaður um að metið væri í augsýn.

„Það var erfitt að heyra ekkert af þessu. Fyrst og fremst er ótrúlegt afrek að skora 100 mörk fyrir hvað félag sem er en það er sérstaklega sérstakt að ná því hjá félagi eins og Bayern," sagði Kane.

„Ronaldo er einn besti leikmaður sögunnar og Haaland er að verða einn af þeim bestu. Þetta er stórkostlegt afrek sem ég get litið til baka á þegar ég verð eldri. Nú er þetta bara spurning um að njóta,"


Athugasemdir