Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Trump mun ekki hika við að færa leiki á HM
Trump veitti verðlaun á HM félagsliða.
Trump veitti verðlaun á HM félagsliða.
Mynd: EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni færa leiki á HM 2026 frá borgum sem hann telur að séu óöruggar. Ellefu bandarískar borgir eiga að hýsa leiki á 48 liða HM næsta sumar.

Kanada og Mexíkó halda mótið með Bandaríkjunum en Bandaríkin verður með 78 af 104 leikjum.

FIFA stýrir því að skipuleggja mótið og velja leikvanga og óvíst hvort Trump sé með völd til að gera breytingar. Samband hans og Gianni Infantino forseta FIFA er allavega mjög gott og FIFA er með skrifstofur í Trump turninum.

„Öryggið verður í fyrirrúmi á HM. Ef ég tel að það sé einhver hætta þá færi ég bara leiki í aðrar borgir," segir Trump.

Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Kansas City, Los Angeles, Miami, New York/New Jersey, Philadelphia, San Francisco og Seattle eru borgirnar ellefu í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner