Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
   lau 27. september 2025 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur og mikið fram og til baka. Bæði lið fengu sénsa til að skora og leikurinn hefði auðveldlega getað endað með fleiri mörkum. Fólk fékk eitthvað fyrir peninginn í dag og við erum enn taplausir á heimavelli," segir Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Björn Daníel segir að tapleysið í Kaplakriki sé að gefa liðinu aukinn kraft.

„Jájá, svo höfum við ekki verið nógu góðir í úrslitakeppninni seinustu tvö ár. Frammistöðurnar í þessum leik og á móti Stjörnunni hafa verið solid og það gírar okkur upp, sína að við séum ekki saddir."

Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, steig upp og fór í markið undir lokin eftir að Mathias Rosenorn hlaut rautt spjald.

„Siggi safe hands, hann er geggjaður, algjör snillingur. Hann hefur þurft að fara í markið á æfingum og hefur sýnt magnaða takta. Það var ekki spurning hver myndi fara í markið ef þess þyrfti, það er svo gaman að þessum gaur, ég var ekkert eðlilega sáttur að sjá hann í markinu."

Björn Daníel er orðinn 35 ára gamall og er fyrirliði liðsins, sem er nokkuð ungt.

„Þetta er búið að vera gaman, ég hef verið fyrirliði seinustu tvö ár. Maður finnur það með aldrinum að maður getur ekki gefið mikið af sér í hlaupatölum en maður getur það á annan hátt. Ég reyni eins og ég get að hjálpa strákunum og nýt þess í botn."

Samningur fyrirliðans rennur út í lok tímabils, hann býst við að segja þetta gott.

„Það eru svona 97% líkur á því að ég leggi skóna á hilluna eftir tímabilið. Þetta er orðið fínt, ég er slæmur í hnénu og maður er lengi að ná sér eftir leik. Allir eru svo fljótir og sterkir í dag að ég held það sé fínt að hætta þegar maður hefur gefið eitthvað af sér. Eins og Jamie Carragher sagði, Leave the football before the football leaves you. Ég held það sé best að hætta á þessum nótum."

Orðið á götunni er að FH ráðist í þjálfarabreytingar og endursemji ekki við Heimi Guðjónsson.

„Við leikmenn ráðum engu, hann hefur sinnt frábæru starfi hérna síðan hann kom til baka. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar með leikmenn og FH er ekki á sama stað og þeir voru. Við vitum örugglega jafn mikið og þú og höfum ekki verið á neinum fundum með stjórnarmönnum, þetta hlýtur að koma í ljós fyrr en síðar."
Athugasemdir
banner