PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 27. september 2025 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur og mikið fram og til baka. Bæði lið fengu sénsa til að skora og leikurinn hefði auðveldlega getað endað með fleiri mörkum. Fólk fékk eitthvað fyrir peninginn í dag og við erum enn taplausir á heimavelli," segir Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

Björn Daníel segir að tapleysið í Kaplakriki sé að gefa liðinu aukinn kraft.

„Jájá, svo höfum við ekki verið nógu góðir í úrslitakeppninni seinustu tvö ár. Frammistöðurnar í þessum leik og á móti Stjörnunni hafa verið solid og það gírar okkur upp, sína að við séum ekki saddir."

Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, steig upp og fór í markið undir lokin eftir að Mathias Rosenorn hlaut rautt spjald.

„Siggi safe hands, hann er geggjaður, algjör snillingur. Hann hefur þurft að fara í markið á æfingum og hefur sýnt magnaða takta. Það var ekki spurning hver myndi fara í markið ef þess þyrfti, það er svo gaman að þessum gaur, ég var ekkert eðlilega sáttur að sjá hann í markinu."

Björn Daníel er orðinn 35 ára gamall og er fyrirliði liðsins, sem er nokkuð ungt.

„Þetta er búið að vera gaman, ég hef verið fyrirliði seinustu tvö ár. Maður finnur það með aldrinum að maður getur ekki gefið mikið af sér í hlaupatölum en maður getur það á annan hátt. Ég reyni eins og ég get að hjálpa strákunum og nýt þess í botn."

Samningur fyrirliðans rennur út í lok tímabils, hann býst við að segja þetta gott.

„Það eru svona 97% líkur á því að ég leggi skóna á hilluna eftir tímabilið. Þetta er orðið fínt, ég er slæmur í hnénu og maður er lengi að ná sér eftir leik. Allir eru svo fljótir og sterkir í dag að ég held það sé fínt að hætta þegar maður hefur gefið eitthvað af sér. Eins og Jamie Carragher sagði, Leave the football before the football leaves you. Ég held það sé best að hætta á þessum nótum."

Orðið á götunni er að FH ráðist í þjálfarabreytingar og endursemji ekki við Heimi Guðjónsson.

„Við leikmenn ráðum engu, hann hefur sinnt frábæru starfi hérna síðan hann kom til baka. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar með leikmenn og FH er ekki á sama stað og þeir voru. Við vitum örugglega jafn mikið og þú og höfum ekki verið á neinum fundum með stjórnarmönnum, þetta hlýtur að koma í ljós fyrr en síðar."
Athugasemdir
banner
banner