
Fram 4 - 0 FHL
1-0 Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('27 )
2-0 Murielle Tiernan ('38 )
3-0 Eyrún Vala Harðardóttir ('71 )
4-0 Una Rós Unnarsdóttir ('74 )
Lestu um leikinn
1-0 Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('27 )
2-0 Murielle Tiernan ('38 )
3-0 Eyrún Vala Harðardóttir ('71 )
4-0 Una Rós Unnarsdóttir ('74 )
Lestu um leikinn
Fram gulltryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni með sigri í nýliðaslag gegn föllnu llði FHL í kvöld en úrslitin þýða að Tindastóll fellur með FHL.
Fram komst yfiir eftir hálftíma leik þegar Olga Ingibjörg Einarsdóttir kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Murielle Tiernan bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks þegar hún skoraði með skalla.
María Björg Fjölnisdóttir átti fína tilraun til að minnka muninn fyrir FHL með skoti vel fyrir utan teiginn en Ashley Brown varði frá henni.
Strax í kjölfarið gerði Fram svo gott sem út um leikinn. Eyrún Vala Harðardóttir kom Fram í þriggja marka forystu eftir laglega sendingu frá Unu Rós Unnarsdóttir og stuttu síðar innsiglaði Una öruggan sigur Fram.
Eins og fyrr segir þýða þessi úrslit að nýliðar Fram er búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni en á sama tíma féll Tindastóll en FHL er þegar fallið.
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 19 | 8 | 0 | 11 | 34 - 41 | -7 | 24 |
2. Fram | 19 | 8 | 0 | 11 | 28 - 43 | -15 | 24 |
3. Tindastóll | 19 | 5 | 2 | 12 | 22 - 47 | -25 | 17 |
4. FHL | 19 | 1 | 1 | 17 | 11 - 60 | -49 | 4 |
Athugasemdir