Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
banner
   lau 27. september 2025 18:40
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK
Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Maður er búin að hafa smá tíma að melta þetta. Í heildina er tímabilið geggjað, þetta er alveg nýtt lið og ég held að fólk átti sig ekkert á því," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir 4-0 tapið gegn Keflavík í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 HK

Keflavík komst í 2-0 eftir aðeins 20 mínútna leik og Hermann var spurður hvort það hafi haft áhrif á liðið. 

„Já en þú ert samt vel inn í leiknum, það þarf bara eitt mark en þriðja markið var versta höggið en við spilum bara ekki nógu vel í heildina en ég get ekki sakast við einn né neinn hérna. Þeir eru búnir að vera geggjaðir í allt sumar en við stöndum stolltir frá borði."

Keflavík var í úrslitaleiknum í fyrra þegar liðið tapaði gegn Aftureldingu. Var það reynslan sem vann þennan leik í dag?

„Já, þú sérð aldursmuninn á liðunum, þeir eiga þúsund leiki í efstu deild og það er himinn og haf þar á milli og ég óska þeim bara til hamingju og þeir áttu þetta skilið í dag, það er enginn spurning."
Athugasemdir