Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 10:00
Fótbolti.net
Nefndu nokkra leikmenn úr Bestu sem gera tilkall í landsliðið
Icelandair
Thelma Karen Pálmadóttir.
Thelma Karen Pálmadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta hefur átt stórkostlegt sumar.
Birta hefur átt stórkostlegt sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska landsliðinu þegar stelpurnar okkar mæta Norður-Írlandi í einvígi um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Í síðasta þætti af Uppbótartímanum var rætt um leikmenn í Bestu deildinni sem gera tilkall til að koma inn í hópinn.

Arna Eiríksdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir gera það svo sannarlega en þær voru nýverið seldar frá FH út í atvinnumennsku; Arna fór til Vålerenga í Noregi og Elísa fór til Kristianstad í Svíþjóð.

Þessir leikmenn voru þá nefndir:
Thelma Karen Pálmadóttir - FH
Birta Georgsdóttir - Breiðablik
Elín Helena Karlsdóttir - Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Breiðablik
Kristín Dís Árnadóttir - Breiðablik

Því miður meiddist Elín Helena illa í síðasta leik en hún er búin að eiga frábært tímabil með Blikum.

„Ég myndi vilja sjá allavega tvær af þessum sem við erum búnar að telja upp í landsliðinu," sagði Magnús Haukur Harðarson í Uppbótartímanum.

„Það væri mjög gaman til dæmis að sjá Thelmu Karen fá kallið," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Thelma Karen er aðeins 17 ára gömul. „Hún er geggjaður leikmaður og hrikalega efnileg."
Uppbótartíminn - Besta lið Íslandssögunnar?
Athugasemdir
banner