Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
   fim 25. september 2025 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
720 dögum eftir að hún lék síðast deildarleik með Val og 589 dögum eftir að hún lék síðast meistaraflokksleik með Val sneri Arna Sif Ásgrímsdóttir aftur á völlinn er hún var í byrjunarliði Vals gegn FH er liðin mættust í Kaplakrika í dag en úrslit leiksins urðu 1-1. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvernig tilfinningin væri að snúa aftur á völlinn eftir svo langa fjarveru?

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Hún var bara ótrúlega góð. Þetta er eitthvað sem maður er búin að bíða eftir í 589 daga til að vera nákvæm þannig að þetta var bara hrikalega skemmtilegt.“

Þjálfarateymi Vals fór aðra leið en algengast er þegar leikmenn eru að snúa aftur eftir fjarveru og settu Örnu beint í byrjunarliðið frekar en að koma henni hægt og rólega inn í hlutina.

„Það eru þrír leikir síðan ég fékk grænt ljós á einhverjar mínútur og ég er búin að ná að klukka mínútur með 2.flokki hjá Val og var mest komin með hálfleik. Þetta kom pínu flatt upp á mig þegar mér var tilkynnt að ég ætti að byrja þegar maður hafði séð fyrir sér fimm mínútur hér og korter þar.“

Þessi langa fjarvera Örnu má segja að skýrist bæði af gleði og sorg. Hún varð fyrir því óláni að slíta krossband en auk þess varð hún einnig barnshafandi og fæddi barn í heiminn. Öllu jöfnu er talsvert afrek fyrir afrekskonur að koma til baka eftir annaðhvort en hvað þá bæði.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt í rauninni. Ég er bara ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag. Það er eitt að koma til baka eftir erfið meiðsli en svo að ganga með og fæða barn. Þetta er búið að ganga vel og illa og allt þar á milli í rauninni. Að vera komin hingað í dag gerir mig bara stolta en þetta er bara eitt skref og það er ennþá hellings vinna eftir og það heldur bara áfram. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bara mjög ánægð með mig í dag og svo höldum við bara áfram á morgun.“

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner