Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   lau 27. september 2025 18:52
Anton Freyr Jónsson
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Lengjudeildin
Sindri Kristinn markvörður Keflavíkur
Sindri Kristinn markvörður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég get eiginlega ekki lýst þessu og ég er bara svo ógeðslega hamingjusamur að hafa náð þessu aftur með félaginu mínu og ég er bara fullur þakklætis og ég er bara ógeðslega glaður." sagði Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflavíkur en liðið tryggði sér inn farseðil í Bestu deildina árið 2026 eftir 4-0 sigur á HK á Laugardalsvelli í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 HK

„Við ætluðum að byrja sterkt en í svona leik býstu aldrei við því að vera 3-0 yfir í hálfleik og ég held að það sé nokkuð augljóst en við ræddum í hálfleik að þetta væri alls ekki búið og mér fannst við eiga færin í seinni hálfleik."

Keflavík tapði þessum sama úrslitaleik í fyrra þegar Afturelding vann Keflavík og Sindri Kristinn segir að reynslan frá því í fyrra hafi hjálpað liðinu í dag.

„100% og ég hef spilað stóra leiki áður svipað stóra og þessa en þetta gaf okkur helling og þeir leikmenn sem komu hingað í fyrra lærðu að því og það er greinilega ekki gullmiði að vera í fjórða sæti greinilega."

Keflavík er komið í deild þeirra bestu og var Sindri Kristinn spurður hversu spenntur hann væri að taka slaginn með Keflavík í efstu deild að ári.

„Ég er mjög spenntur. Ég fer náttúrulega frá FH aftur til Keflavíkur. Égg átti erfiða og góða tíma í krikanum og mun alltaf elska alla þar og FH en mér var tekið opnum örmum hérna í Keflavík og ég hlakka til að mæta í Bestu deildina eftir eins árs fjarveru."


Athugasemdir