Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
banner
   lau 27. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Walker er einn sá besti í sögunni
Mynd: EPA
Pep Guardiola hrósaði Kyle Walker, fyrrum leikmanni Man City, fyrir leik City gegn Burnley í úrvalsdeildinni í dag.

Walker, sem er 35 ára, gekk til liðs við Burnley frá Man City í sumar. Hann gekk til liðs við Man City árið 2017 en Guardiola gerði hann að fyrirliði liðsins.

„Hann er einn sá besti í sögunni. Spilar alla leiki, frábær í klefanum. Hann var hérna í átta ár og vann úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeildina, 18 titlar. síðasta tímabil var erfitt fyrir hann og okkur alla," sagði Guardiola.

Walker fer á sinn gamla heimavöll í dag en leikurinn hefst klukkan 14.
Athugasemdir
banner