Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
banner
   fös 26. september 2025 22:56
Sölvi Haraldsson
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er súr. Mér fannst við spila flottan leik og mættum þeim vel. Bara tvö hörkulið að spila. Súr en stoltur samt.“ sagði Konráð Freyr Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir 2-0 tap gegn Víkingi Ólafsvík í úrslitaleik Fótbolta.net bikarnum.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 Tindastóll

„Þetta var pínu lokað í fyrri hálfleik. Allir voru að stilla spennustigið og venjast vellinum. En í seinni fengum við góð færi sem við gátum nýtt okkur betur en þeir gerðu bara vel, vel gert.“

Stólarnir gerðu tvö sterk vítaköll í seinni hálfleiknum sem Konráð segir vera bæði víti. Hann kemur inn á það að í fyrra vítakallinu hafi Gunnar Oddur, fjórði dómarinn, sagt við þjálfara Tindastóls að honum hafi fundist þetta vera víti.

„Þetta voru bara tvö víti sem hefðu getað breytt leiknum en hann bara þorði ekki að dæma þarna. Hann (fjórði dómarinn) sagði í fyrra skiptið að honum hafi fundist það vera víti. Ég skil ekki hvernig það er ekki hægt að hjálpast að við það og dæma þá bara saman. En ég fékk ekki mikið um svör í seinna dæminu en við sáum það ekkert brjálaðslega vel. En við sjáum peysuna bara fara aftur á bak og þetta er bara víti, tvö víti og þá er þetta 2-2 og game on. Bara súrt en virkilega stoltur. Við erum ekki að fara að setja þetta á dómarann við bara töpuðum þessum leik. Bara hrós á dómarann, gott lið. Tvö góð lið að spila glæsilegan leik.“

Fannst Konráði Nikola, markmaður Tindastóls, átt að gera betur í fyrra markinu?

„Ég er ekkert búinn að sjá það almennilega. Ég held að þetta sé bara once in a lifetime, hann hitti hann bara óvart í fjærhornið. En góður spyrnumaður. Eigum við ekki bara að segja vel gert hann einhvernveginn.“

Hvað tekur við núna þegar tímabilinu er formlega lokið?

„Smá hlé. Þetta er búið að vera langt og lærdómsríkt tímabil sem við tökum með okkur inn í næsta tímabil. Við erum með frábært lið sem við getum byggt ofan á.“ sagði Konráð að lokum.

Viðtalið við Konráð má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Athugasemdir