Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
   fös 26. september 2025 00:30
Snæbjört Pálsdóttir
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA sigraði lið Tindastóls þægilega 3-0 í kvöld og gulltryggði þar með sæti sitt í Bestu deildinni að ári, 

Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA

„Hún er góð, það er gott að vinna loksins aftur og tryggja það að við séum ekki að sogast eitthvað dýpra og neðar, í meiri fallbaráttu en við vorum búnar að koma okkur í. Þannig eftir þennan leik þá er tilfinningin frábær.“


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  0 Tindastóll

„Eftir tímabil þá þarf líka að velta því fyrir sér að við erum ekkert ánægð með að þurfa að tryggja veru okkar í deildinni, ætluðum það okkur ekki, en það eru margir þættir í því sem spila inn í en í kvöld er ég hrikalega ánægður með mínar stelpur.“

„Við tókum bara þennan slag og við erum að spila við mjög erfitt lið, sterka leikmenn, sem eru að mínu mati með alltof fá stig í sumar. Hörmulega leiðinleg hlutskipti að þurfa að vera tapliðið í þessum leik en ógeðslega ánægður með hvernig við kláruðum þetta.“

Nú hefur Þór/KA tryggt sæti sitt í Bestu deildinni að ári og ekki jafn mikið undir og hjá öðrum liðum, hvernig mun Þór/KA halda áfram að fókusa á næstu leiki?

„Við eigum tvo leiki eftir, eigum einn leik fyrir austan á móti mjög skemmtilegu liði FHL, við spilum alla leiki 100%, við virðum það að það er mót í gangi en á sama tíma þá er ég nokkuð viss um það að enn yngri leikmenn hafi verið að spila hjá okkur lykilhlutverk fá fleiri mínútur en þær hafa verið að fá.“

Jóhann hefur undanfarið verið sterklega orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna  hjá Þorsteini Halldórssyni og íslenska kvennalandsliðinu skyldi eitthvað vera til í því?

„Nei, ég held að það sé eitthvað lítið til í því sko, þannig að já nei ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir