
Þór/KA sigraði lið Tindastóls þægilega 3-0 í kvöld og gulltryggði þar með sæti sitt í Bestu deildinni að ári,
Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
„Hún er góð, það er gott að vinna loksins aftur og tryggja það að við séum ekki að sogast eitthvað dýpra og neðar, í meiri fallbaráttu en við vorum búnar að koma okkur í. Þannig eftir þennan leik þá er tilfinningin frábær.“
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 0 Tindastóll
„Eftir tímabil þá þarf líka að velta því fyrir sér að við erum ekkert ánægð með að þurfa að tryggja veru okkar í deildinni, ætluðum það okkur ekki, en það eru margir þættir í því sem spila inn í en í kvöld er ég hrikalega ánægður með mínar stelpur.“
„Við tókum bara þennan slag og við erum að spila við mjög erfitt lið, sterka leikmenn, sem eru að mínu mati með alltof fá stig í sumar. Hörmulega leiðinleg hlutskipti að þurfa að vera tapliðið í þessum leik en ógeðslega ánægður með hvernig við kláruðum þetta.“
Nú hefur Þór/KA tryggt sæti sitt í Bestu deildinni að ári og ekki jafn mikið undir og hjá öðrum liðum, hvernig mun Þór/KA halda áfram að fókusa á næstu leiki?
„Við eigum tvo leiki eftir, eigum einn leik fyrir austan á móti mjög skemmtilegu liði FHL, við spilum alla leiki 100%, við virðum það að það er mót í gangi en á sama tíma þá er ég nokkuð viss um það að enn yngri leikmenn hafi verið að spila hjá okkur lykilhlutverk fá fleiri mínútur en þær hafa verið að fá.“
Jóhann hefur undanfarið verið sterklega orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Þorsteini Halldórssyni og íslenska kvennalandsliðinu skyldi eitthvað vera til í því?
„Nei, ég held að það sé eitthvað lítið til í því sko, þannig að já nei ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina.“
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan