Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
banner
   lau 27. september 2025 17:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Þeir áttu skilið að vera tveimur til þremur mörkum yfir
Mynd: EPA
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðið tapaði á dramatískan hátt gegn Crystal Palace í dag.

Liðið spilaði mjög illa í fyrri hálfleik og Crystal Palace var með verðskuldaða forystu en Alisson kom í veg fyrir að staðan var verri.

„Svekkjandi fyrri hálfleikur og svekkjandi endir. Hrós til Palace. Þeir áttu skilið að vera tveimur til þremur mörkum yfir í hálfleik en við vorum heppnir að Alisson hjálpaði okkur," sagði Slot.

„Seinni hálfleikurinn var mun betri, við sköpuðum nokkuð mikið. Ef annað liðið átti skilið að vinna þá var það Palace."

Federico Chiesa jafnaði metin seint í leiknum en Eddie Nketiah tryggði Palace stigin þrjú þegar hann skoraði eftir langt innkast.

„Við verðum að gera betur í föstum leikatriðum ef við viljum vera keppa á toppnum. Þessi deild er farin að snúast meira og meira um föstu leikatriðin. Munurinn er svo lítill, einn af okkar mönnum reyndi að komast í boltann en hann fellur fyrir leikmann Palace sem skorar," sagði Slot.

„Leikplanið þeirra olli okkur vandræðum. Þeirra stíll hentar þeirra leikmönnum vel. Ef við reyndum að pressa þá gátu þeir sótt hratt á okkur, við vorum í miklum vandræðum með það í fyrri hálfleik."
Athugasemdir
banner
banner