Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
banner
   lau 27. september 2025 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Crystal Palace eina taplausa liðið - „Besti hálfleikur síðan ég kom"
Mynd: EPA
Crystal Palace vann dramatískan sigur gegn Liverpool á Selhurst Park í dag. Þetta var fyrsta deildartap Liverpool á tímabilinu en liðið tapaði síðast í leiknum um Samfélagsskjöldinn, einmitt gegn Crystal Palace.

„Ég held að þetta hafi verið besti hálfleikurinn síðan ég kom. Þegar þú mætir meisturunum veistu að þú munt falla til baka og þeir skora mörk seint," sagði Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace.

„Það var svakaleg pressa á okkur í seinni hálfleik og við vorum heppnir í einu eða tveimur tilvikum. En við héldum höfðinu uppi, það gerir mig mjög stoltan af hópnum. Frábær liðsframmistaða í dag."

Eddie Nketiah tryggði Crystal Palace sigurinn með marki í blálokin. Crystal Palace er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Liverpool, en Palace er eina liðið í deildinni sem er taplaust.

„Það er ennþá september. Við getum sýnt leikmönnunum margar góðar klippur úr þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við getum ennþá bætt ýmislegt. Þetta er frábær sigur gegn meisturunum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
3 Tottenham 6 3 2 1 10 3 +7 11
4 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
5 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
7 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
16 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
17 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 3 12 -9 1
Athugasemdir
banner
banner