Raheem Sterling fékk tækifæri á því að yfirgefa Chelsea og ganga til liðs við Bayern undir lok félagaskiptagluggans í sumar.
Hann er ekki inn í myndinni hjá Enzo Maresca. Hann fékk að heyra það á síðustu leiktíð og var sendur á lán til Arsenal þar sem hann náði ekki að sanna sig og Chelsea vildi því losna við hann en ekkert varð úr því og hann er látinn æfa einn.
Hann er ekki inn í myndinni hjá Enzo Maresca. Hann fékk að heyra það á síðustu leiktíð og var sendur á lán til Arsenal þar sem hann náði ekki að sanna sig og Chelsea vildi því losna við hann en ekkert varð úr því og hann er látinn æfa einn.
Samkvæmt heimildum The Athletic vildi Bayern fá hann til sín á láni. Sterling hafnaði hins vegar tilboðinu þar sem hann var ekki tilbúinn að flytja með fjölskylduna frá London til Þýskalands.
Vincent Kompany, stjóri Bayern og fyrrum liðsfélagi Sterling hjá Man City, tjáði sig um stöðu Sterling í síðustu viku.
„Þetta er erfitt því ég ber mikla virðingu fyrir Maresca og kollegum mínum hjá Chelsea. Ég skil að þetta er ekki auðveld ákvörðun," sagði Kompany.
„Hins vegar er Sterling fyrrum liðsfélagi minn og sú tenging verður alltaf til staðar. Þetta er fyndið því ég var með Leroy Sane í fyrra og þeir tveir voru hrikalegir þeta þeir spiluðu saman í úrvalsdeildinni."
Athugasemdir