Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Arnórs og Daníels rekinn eftir tap í Evrópudeildinni
Daníel Tristan Guðjohnsen
Daníel Tristan Guðjohnsen
Mynd: Malmö FF
Henrik Rydström hefur verið rekinn sem þjálfari Malmö eftir 2-1 tap liðsins gegn Ludogorets í Evrópudeildinni á miðvikudaginn.

Rydström tók við Malmö fyrir tímabilið 2023 og það ár vann liðið sænsku deildina í 23. sinn. Tímabilið 2024 vann liðið tvennuna, deildina og sænska bikarinn, í fyrsta sinn í 38 ár.

Liðið hefur spilað fjóra deildarleiki í röð án sigurs og stjórn félagsins hefur ákveðið að láta Rydström fara. Anes Mravac hefur verið ráðinn út tímabilið. Mravac er uppalinn hjá Malmö en hann lék með liðinu frá 2006-2010 og aftur árið 2015.

Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen eru á mála hjá Malmö sem er í 6. sæti sænsku deildarinnar með 39 stig eftir 24 umferðir.

Athugasemdir
banner
banner