
Bridgette Nicole Skiba átti prýðisleik í marki Stjörnunar þegar liðið vann nokkuð óvæntan sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsliðið gat með sigri tryggt sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en grannar þeirra í Stjörnunni settu heldur betur strik í reikninginn í kvöld. Brynjar Óli Bjarnason ræddi við Bridgette fyrir hönd Fótbolta.net að leik loknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Stjarnan
„Mér líður frábærlega og stelpunum sömuleiðis. Andstæðingurinn erfiður og við berum mikla virðingu fyrir þeim en úrslitin eru frábær.“
Sem fyrr segir átti Bridgetta góða frammistöðu í markinu og sagði um sína frammistöðu liðsins.
„Takk fyrir. Við þurftum að hafa fyrir þessu og koma til baka eftir hálfleik en við settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram.
Stjarnan er í efri hluta deildarinnar og hefur í raun að litlu að keppa. Hvernig nálgast Bridgette verkefnið sem framundan er?
„Við erum með ákveðið sjálfstraust að vera í efri hlutanum en það er alltaf eitthvað meira til að sækast í. Við getum vel unnið þá leiki sem við eigum eftir og held að það sé bara fínt markmið fyrir okkur að eltast við.“
Sagði Bridgette en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir