Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lánsmaður frá Tottenham kýldi stöngina og puttabrotnaði
Mynd: Tottenham
Luka Vuskovic, ungur leikmaður HSV í Þýskalandi, meiddist í leik liðsins gegn Heidenheim í þýsku deildinni um síðustu helgi.

Þessi króatíski varnarmaður var lánaður frá Tottenham til HSV í ágúst. Hann hefur spilað tvo leiki en hann var maður leiksins í fyrsta sigri liðsinis um síðustu helgi.

Hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri en hann puttabrotnaði fyrr í leiknum. Hann klikkaði á færi í stöðunni 0-0, hann var pirraður út í sjálfan sig og kýldi í stöngina.

„Ég var svo pirraður að klikka á svona frábæru færi að ég kýldi stöngina, þetta grær, engar áhyggjur," sagði Vuskovic.
Athugasemdir
banner