Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
banner
   fös 26. september 2025 23:11
Sölvi Haraldsson
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Jón Kristinn fagnar eftir leik.
Jón Kristinn fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er bara frábært, gæti ekki verið betra. Þetta er líka bara svo ótrúlega sterkt. Þessi leið var meiriháttar. Fara vestur, taka 120 mínútur og vító. Taka síðan Gróttu líka í 120 mínútum og vító. Koma síðan hingað á Laugardalsvöllinn og klára þetta hérna með titli. Þetta bara getur ekki verið betra.“ sagði Jón Kristinn Elíasson, markvörður Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á Tindastól í úrslitaleik Fótbolta.net bikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 Tindastóll

Víkingar hafa þurft að taka tvær framlengingar á útivelli gegn KFA og Gróttu í keppninni áður.

„Við vorum að tala um það hvort við ættum að taka eina tilbreytingu og spila 90 mínútna leik. Það er eiginlega fínt þó að hitt var alveg mjög gaman líka.“

Hvernig sá þessi leikur við Jóni?

„Þetta var aðeins opnara í fyrri hálfleiknum. 0-0 og þá getur þetta farið í báðar áttir. Svo verð ég að þakka Luis fyrir að setja hann í vínkilinn fyrir okkur. Þá vissi maður að þetta myndi malla, en þetta er bara geggjað.“

Hvernig sá Jón fyrsta markið þegar Luis setti hann í samskeytin úr aukaspyrnu langt utan að velli, hann var að reyna að koma með fyrirgjöf sem fór óvart inn.

„Þetta er náttúrulega bara besta sjónarhornið á vellinum. Að sjá hann hérna bara í skeytunum, þetta er bara geggjað. Þegar ég sá að Ívan var mættur á fjær þá vissi ég að þetta væri að fara að lenda, engin spurning. Þessir spánverjar eru gull þessir drengir.“

Deildin spilaðist ekki vel fyrir Ólsara en það er gífurlega sterkt að klára tímabilið á svona nótum.

„Tímabilið var ákveðin vonbrigði, við náðum ekki alveg þeim markmiðum sem við ætluðum okkur fyrir tímabil. En að geta gert þetta fyrir fólkið okkar sem er alltaf tilbúið að styðja okkur. Þau mæta á Seltjarnarnesið og gjörsamlega taka yfir það sem hjálpaði okkur að fara með þetta yfir lokametrana. Það er ómetanlegt að geta gefið þeim þetta svona til baka.“

Viðtalið við Jón má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Athugasemdir
banner