Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 13:10
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars mun ekki halda áfram með Fylki (Staðfest)
Lengjudeildin
Arnar Grétarsson hættir sem þjálfari Fylkis.
Arnar Grétarsson hættir sem þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson verður ekki áfram þjálfari Fylkis eftir að samningur hans rennur út í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árbæjarliðinu.

Fylki var spáð sigri í Lengjudeild karla í sumar en sumarið var liðinu mjög erfitt og það var í fallbaráttu. Arnar tók við á miðju tímabili eftir að Árni Freyr Guðnason var rekinn.

„Með samstilltu átaki, sem Arnar leiddi, hélt Fylkir sæti sínu í Lengjudeildinni með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum tímabilsins," segir í tilkynningu Fylkis.

„Við þökkum Arnari fyrir gott og árangursríkt samstarf. Stjórn og meistaraflokksráð Fylkis óskar Arnari jafnframt velfarnaðar og góðs gengis í framtíðinni."

Arnar var í júlí ráðinn til Fylkis og skrifaði undir samning sem var í gildi út tímabilið í Lengjudeildinni. Fylkir var í fallhættu fyrir lokaumferðina en endaði að loku fjórum stigum frá fallsæti.


Athugasemdir