Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 12:57
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Isak inn fyrir Ekitike - Rodri ekki með Man City
Alexander Isak byrjar sinn fyrsta deildarleik með Liverpool
Alexander Isak byrjar sinn fyrsta deildarleik með Liverpool
Mynd: EPA
Rodri er fjarri góðu gamni í dag
Rodri er fjarri góðu gamni í dag
Mynd: EPA
Marc Guehi er í vörn Palace
Marc Guehi er í vörn Palace
Mynd: EPA
Fjórir leikir í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 14:00 og ber þar hæst að nefna leik Crystal Palace og Liverpool á Selhurst Park.

Liverpool er með fullt hús stiga á toppnum en það heimsækir Palace sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum, þar af eitt á heimavelli.

Hugo Ekitike er í leikbanni og því ekki með Liverpool í dag en hann er þeirra markahæsti maður á tímabilinu. Frakkinn verið sjóðandi heitur, en inn kemur sænski framherjinn Alexander Isak sem er að byrja sinn fyrsta deildarleik með þeim rauðu.

Alls eru tvær breytingar frá síðasta deildarleik en Florian Wirtz kemur einnig inn fyrir Cody Gakpo.

Marc Guehi, sem var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar, er í byrjunarliði Palace.

Stóru fréttirnar hjá Man City gegn Burnley eru þær að Rodri er ekki með. Nico Gonzalez kemur inn á miðsvæðið og þá kemur Savinho inn fyrir Bernardo Silva. Kyle Walker byrjar gegn sínum gömlu félögum.

Jorrel Hato og Andrey Santos byrja hjá Chelsea sem tekur á móti Brighton og þá er Robert Sanchez í markinu.

Crystal Palace: Henderson; Richards, Lacroix, Guehi; Munoz, Wharton, Kamada; Sarr, Pino; Mateta.

Liverpool: Alisson; Bradley, Konate, Van Dijk, Kerkez; Mac Allister, Gravenberch; Salah, Szoboszlai, Wirtz; Isak.


Chelsea: Sanchez, James, Chalobah, Hato, Cucurella, Andrey Santos, Caicedo, Estevao, Enzo, Pedro Neto, Joao Pedro.

Brighton: Verbruggen, Veltman, Dunk, Van Hecke, Kadioglu, Baleba, Gomez, Ayari, Minteh, Georginio, Mitoma.



Leeds: Darlow, Bogle, Rodon, Struijk, Gudmundsson, Ampadu, Longstaff, Aaronson, Stach, Okafor, Calvert-Lewin.

Bournemouth: Petrovi?, Jimenez, Diakite, Senesi, Truffert, Adams, Christie, Semenyo, Adli, Kluivert, Evanilson.



Manchester City: Donnarumma, Nunes, Dias, Gvardiol, O'Reilly, Nico, Reijnders, Savinho, Foden, Doku Haaland

Burnley: Dubravka, Walker, Hartman, Esteve, Foster, Anthony, Florentino, Tchaouna, Ekdal, Cullen, Lorent
Athugasemdir
banner