
„Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum. Þú getur tapað leikjum á ýmsa vegu og hvernig við töpum í dag er úr karakter fyrir okkur. Í fyrri hálfleik vorum við á ágætum stað í jöfnum leik en í síðari hálfleik mætum við út ögn flatar. Við vinnum okkur svo inn í leikinn aftur en það var bara of seint.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Breiðabliks Nik Chamberlain í viðtali við Fótbolta.net að loknu 2-1 tapi Blika gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Stjarnan
Blikar leiddu í hálfleik en gestirnir úr Garðabæ komu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn og uppskáru tvö góð mörk. Kom lið Stjörnunar Nik á óvart?
„Nei í rauninni ekki. Í fyrra marki þeirra rennur Heiða og í seinna markið kemur eftir að við reynum að sækja hratt á þær. Ég man ekki til þess að þær hafi verið að valda okkur vandræðum og ekki að komast afturfyrir okkur eða ná skotum á markið. Þær komu okkur því ekki á óvart,“
Blikaliðið átti góða endurkomu gegn FH á dögunum og bjuggust eflaust margir við því að eitthvað svipað yrði upp á teningnum í kvöld. Hvað með Nik sjálfan? Bjóst hann við því?
„Við áttum augnablik. Markvörðurinn ver vel frá Samönthu en þegar við komumst í þessar stöður komu hlaupin of fljótt og okkur skorti þolinmæði til að sjá hvernig hlutirnir myndu þróast.“
Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan.
Athugasemdir