Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
   fim 25. september 2025 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum. Þú getur tapað leikjum á ýmsa vegu og hvernig við töpum í dag er úr karakter fyrir okkur. Í fyrri hálfleik vorum við á ágætum stað í jöfnum leik en í síðari hálfleik mætum við út ögn flatar. Við vinnum okkur svo inn í leikinn aftur en það var bara of seint.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Breiðabliks Nik Chamberlain í viðtali við Fótbolta.net að loknu 2-1 tapi Blika gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

Blikar leiddu í hálfleik en gestirnir úr Garðabæ komu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn og uppskáru tvö góð mörk. Kom lið Stjörnunar Nik á óvart?

„Nei í rauninni ekki. Í fyrra marki þeirra rennur Heiða og í seinna markið kemur eftir að við reynum að sækja hratt á þær. Ég man ekki til þess að þær hafi verið að valda okkur vandræðum og ekki að komast afturfyrir okkur eða ná skotum á markið. Þær komu okkur því ekki á óvart,“

Blikaliðið átti góða endurkomu gegn FH á dögunum og bjuggust eflaust margir við því að eitthvað svipað yrði upp á teningnum í kvöld. Hvað með Nik sjálfan? Bjóst hann við því?

„Við áttum augnablik. Markvörðurinn ver vel frá Samönthu en þegar við komumst í þessar stöður komu hlaupin of fljótt og okkur skorti þolinmæði til að sjá hvernig hlutirnir myndu þróast.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner