Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lærisveinar Jóa Kalla á toppnum eftir stórsigur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
AB Kaupmannahöfn er á toppnum í 3. deild í Danmörku eftir stórsigur gegn Fremad Amager í kvöld.

Adam Ingi Benediktsson var í rammanum í 5-0 sigri en Ægir Jarl Jónasson byrjaði á bekknum. AB er á toppnum með 18 stig eftir níu umferðir en Thisted er með jafn mörg stig og á leik til góða.

Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði 84 mínútur þegar Twente vann 3-2 sigur gegn Fortuna Sittard í hollensku deildinni. Þetta er annar sigur liðsins í röð eftir að Joseph Oosting var látinn taka pokann sinn sem stjóri liðsins.

Twente er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö umferðir.

Helgi Fróði Ingason var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Helmond gegn Eindhoven FC í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 12. sæti með 10 stig eftir átta umferðir.

Brynjar Ingi Bjarnason spilaði rúman klukkutíma þegar Greuther Furth tapaði 1-0 gegn Schalke í næst efstu deild í Þýskalandi. Greuther Furth er með níu stig í 10. sæti eftir sjö umferðir.

Jóhann Berg Guðmundsson var tekinn af velli þegar tæplega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar Al Dhafra vann Al Bataeh 3-1 í deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Al Dhafra er í 6. sæti með níu stig eftir fimm umferðir.

Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn þegar Meizhou Hakka steinlá 6-1 gegn Shanghai Shenhua í kínversku deildinni í morgun. Meizhou Hakka er á botninum með 16 stig eftir 25 umferðir.
Athugasemdir
banner