Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Donni næsti aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins?
Icelandair
Donni.
Donni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, er mögulega að taka við sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en nafn hans hefur heyrst í tengslum við starfið.

Donni hefur síðustu ár þjálfað kvennalið Tindastóls sem er núna í níunda sæti Bestu deildarinnar.

Donni hefur einnig þjálfað karlalið Tindastóls og karlalið Þórs á sínum þjálfaraferli og þá gerði hann kvennalið Þórs/KA að Íslandsmeistara 2017.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að bæði Ásmundur Haraldsson, sem hafði verið aðstoðarþjálfari, og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari, hefðu viljað halda áfram en hann hefði talið það mikilvægt að fá ferskar raddir inn í teymið eftir vonbrigðin á EM í sumar. Hann væri búinn að finna sér aðstoðarmann og það yrði tilkynnt á næstunni.

Þá hefur einnig heyrst að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sé að taka við U19 landsliði kvenna.
Athugasemdir
banner