Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 10:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Val í hollensku úrvalsdeildina (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefur verið lánuð frá Val til hollenska félagsins PEC Zwolle sem spilar í úrvalsdeildinni þar í landi.

Ragnheiður, sem er sóknarsinnaður leikmaður, verður í Hollandi framyfir áramót og út tímabilið. Hún verður því ekki með Val í síðustu fjórum leikjum tímabilsins.

Ragnheiður Þórunn er fædd árið 2007, á að baki 37 unglingalandsleiki og var á sínu öðru tímabili með Val eftir að hafa komið frá uppeldisfélaginu Haukum.

Ragnheiður skoraði fimm mörk í Bestu deildinni á tímabilinu og eitt í bikarnum. Hún framlengdi á dögunum samning sinn við Val, er núna samningsbundin út 2027 en fyrri samningur var út 2026.

Zwolle er með þrjú stig eftir tvær umferðir í hollensku deildinni. Liðið endaði í 10. sæti á síðasta tímabili. Liðið á leik á sunnudaginn gegn meisturunum í Twente og er Ragnheiður komin með leikheimild fyrir þann leik.
Athugasemdir