Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vongóður um að Martin Ödegaard verði með á sunnudag þegar liðið heimsækir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Ödegaard var ekki með gegn Manchester City um síðustu helgi vegna meiðsla á öxl og ekki heldur í sigrinum gegn Port Vale í deildabikarnum í vikunni.
Ödegaard var ekki með gegn Manchester City um síðustu helgi vegna meiðsla á öxl og ekki heldur í sigrinum gegn Port Vale í deildabikarnum í vikunni.
Arteta fór yfir hin ýmsum mál á fréttamannafundi og tjáði sig meðal annars um William Saliba en varnarmaðurinn hefur samþykkt nýjan samning.
„Fólk á það til að gleyma að hann er bara 24 ára. Hann er með svo mikinn stöðugleika og hefur þróast svo mikið sem persóna. Það er gaman að sjá hversu margir leikmenn vilja vera hjá okkur og við eigum ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut. Þetta þýðir að félagið er að gera mjög vel, leikmönnum og starfsmönnum líður vel," segir Arteta.
Athugasemdir