Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 08:15
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning
Powerade
Upamecano í leik með franska landsliðinu.
Upamecano í leik með franska landsliðinu.
Mynd: EPA
Frenkie de Jong er á óskalista Manchester United.
Frenkie de Jong er á óskalista Manchester United.
Mynd: EPA
Það er kominn föstudagur og það rignir eldi og brennisteini fyrir utan skrifstofu Fótbolta.net þegar slúðurpakkinn er settur saman. BBC tók saman helstu sögurnar sem eru í gangi.

Liverpool vonast til að fá franska landsliðsmanninn Dayot Upamecano (26) þegar samningur hans við Bayern München rennur út. Real Madrid hefur einnig áhuga á varnarmanninum stóra og stæðilega. (Bild)

Tottenham vill fá portúgalska varnartengiliðinn Joao Palhinha (30) alfarið frá Bayern München en hann hefur leikið vel í lánsdvöl sinni. (TalkSport)

Manchester United hefur náð samkomulagi við kólumbíska félagið Fortalez um að fá miðjumanninn Cristia Orozco (17) þegar hann verður 18 ára gamall næsta sumar. (Athletic)

United er einnig að vinna í því að fá enska markvörðinn Charlie Hardy (16) frá Derby County. (Sun)

Bayern München býr sig undir að bjóða senegalska framherjanum Nicolas Jackson (24) langtímasamning. Hann er á láni hjá Bayern frá Chelsea. (Bild)

Chelsea ákvað að berjast ekki við Manchester City um ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma (26) því ætlunin er að fá Mike Maignan (30) frá AC Milan. (TeamTalk)

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (28) hjá Barcelona er á óskalista Manchester United, og það ekki í fyrsta sinn. (Football Insider)

Liverpool vonast til að binda franska varnarmanninn Ibrahima Konate (26) með nýjum samningi en Arsenal, Chelsea and Manchester City hafa áhuga. (TBR)

Arsenal vill fá tvo leikmenn Real Sociedad; japanska vængmanninn Takefusa Kubo (24) og franska varnarmanninn Lucien Agoume (23). (Fichajes)

Newcastle er meðal félaga sem fylgjast með stöðu mála hjá franska miðjumanninum Eduardo Camavinga (22) sem íhugar að færa sig um set frá Real Madrid. (Football Insider)
Athugasemdir